Miðstöð íslenskrar þjóðtrú á Ströndum

Í gær flutti Halla Signý Kristjánsdóttir ásamt fjórum þingmönnunum öðrum þingsályktunartillögu um miðstöð íslenskrar þjóðtrú á Ströndum.

Í greinagerð með tillögunni segir meðal annars : „Setrið gæti vel orðið eins konar upplýsingamiðstöð og tengiliður um íslenska þjóðtrú og unnið að miðlun og samvinnu fræðafólks og listamanna á þessu sviði, með sérstökum starfsmanni.
    Miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum myndi standa fyrir kynningu á íslenskri þjóðtrú, bæði með þátttöku í verkefnum og á eigin vegum.

Þetta væri gert með grunnrannsóknum og einnig miðlun og upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfs Íslendinga. Slík stofnun gæti haft áhrif langt út fyrir landsteinana með þátttöku í alþjóðlegu tengslaneti þjóðtrúarrannsókna og miðlunar.“

DEILA