Málþing í Háskólasetrinu Ísafirði: af hverju er félagslandbúnaður algjör snilld ?

Laugardaginn 7.október verður haldið málþing í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði sem ber yfirskriftina „Afhverju er félagslandbúnaður algjör snilld?“. Málþingið hefst kl 10 og stendur til kl 12:30.

Skráning fer fram hér og link á streymi má finna hér.

Félagslandbúnaður tengir saman þá sem framleiða matinn og þá sem njóta hans. Stofnað er félag sem heldur utan um þátttöku og hvernig uppskeru er deilt.

Félagið Gróandi á Ísafirði er dæmi um þannig félagsskap en það hefur verið starfandi í 8 ár.

DEILA