Lotterí á helginni – 53. leikverk Kómedíuleikhússins

Um liðina helgi frumsýndi Kómedíuleikhúsið Lífið er lotterí hvar ritarftur Jónasar Árnasonar er í aðalhlutverki. Sýnt var í leikhúsinu í Haukadal Dýrafirði bæði á föstudag og laugardag fyrir smekkfullu húsi. Meðal gesta voru dætur skáldsins sem færðu listafólkinu nýtt söngtextahefti úr Jónasar ranni. Það er óhætt að segja að gestir hafi tekið verkinu fagnandi og upphátt því heyra mátti söng listamanna sem áhorfenda jafnvel alla leið inná Þingeyri. Lífið er sannlega lotterí í Dýrafiðri allavega á helgum. Lotteríið heldur einmitt áfram núna á helginni því Lífið er lotterí verður sýnt bæði á föstudags- og laugardagskveld í Kómedíuleikhúsinu Haukadal. Því er ekkert annað að gera en að skella sér í leikhúsdalinn í Dýrafirði en þess má geta að Lífið er lotterí er 53. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á senu.

Lífið er lotterí er leik- og söngdagskrá tileinkuð leikskáldinu og textasmiðnum Jónasi Árnasyni. Í ár er einmitt aldarafmæli listamannsins og því fullt tilefni til að koma saman hvað þá að syngja saman á Jónasar Árnasonar vísu. Tríóið Þrjú á sviði sem er skipað þeim Dagný Hermannsdóttur, söngkonu, Elfari Loga Hannessyni, leikara, og Guðmundi Hjaltasyni, núverandi bæjarlistamanni, stígur einmitt á svið í Haukadals leikhúsinu og brestur í söng sem leik að hætti Jónasar.

Miðasala á Lífið er lotterí er í síma 891 7025 einnig er hægt að kaupa miða á netinu á síðunni midix.is

Myndir frá frumsýningunni um síðustu helgi.

Myndir: Kómedíuleikhúsið.

DEILA