Kvennaverkfall á morgun – Dagskrá á Drangsnesi og Ísafirði

Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 

Heilsdagsverkfall kvenna og kvára hefst á miðnætti í kvöld. Verkfallið stendur að þessu sinni í heilan sólarhring. Að verkfallinu standa hátt í 40 samtök. Áhersla er í ár lögð á að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum.

Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt, sem dæmi hefur verið gefið út að sundlaugar, skólar og leikskólar verði óstarfhæfir. Fjölmörg fyrirtæki hafa gefið út að ekki verður dregið af launum kvára og kvenna taki þau þátt.

Skipulögð dagskrá fer fram þann 24. október, um land allt. Á Akureyri, Neskaupstað, Egilsstöðum, Dalvík, Höfn, Húsavík, Blönduós, Sauðárkrók, Patreksfirði, Hvammstanga, Ísafirði, Raufarhöfn, Reykjavík, Stykkishólmi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Vík og Drangsnesi.

DEILA