Vestri hefur samið við danska markvörðurinn Andreas Söndergaard.
Andreas sem er 22 ára gamall, var síðast samningsbundinn Swansea City á Bretlandi. Hann er uppalinn hjá OB í Danmörku, þar var hann til ársins 2018 þegar hann hélt ungur að aldri til enska liðsins Wolves.
Andreas á að baki 21 landsleiki fyrir yngri landslið Danmerkur.
Þá hafa leikmennirnir Ignacio Gil og Vladimir Tufegdzic framlengt samninga sína við félagið. Þeir gengu báðir til liðs við Vestra fyrir tímabilið 2020 og eru því á leið inn í sitt fjórða tímabil hér fyrir vestan.
Leikmennirnir Deniz Yaldir og Rafael Broetto hafa báðir óskað eftir að losna undan samning við félagið og hefur stjórn Vestra orðið að þeirri beiðni.