Jakob Valgeir ehf: tap í fyrra

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á og við frystihús Jakobs Valgeirs ehf. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Jakob Valgeir ehf var gert upp með tapi í fyrra upp á 258 m.kr. sem er töluverður viðsnúningur frá árinu áður þegar hagnaðurinn varð um 1,8 milljarðar króna.

Tekjur félagsins urðu nærri 5 milljarðar króna og hagnaður varð af rekstrinum sem nam 800 m.kr. Er það heldur betri afkoma en árið 2021. Það sem snýr afkomunni við er svokölluð gangvirðisbreyting hlutabréfa. Sá liður er neikvæður um 1.083 m.kr. Tekjuskattur er 101 m.kr.

Bókfærðar eigin eru um 18,4 milljarðar króna og þar af eru rúmur þriðjungur eigið fé eða um 6,6 milljarðar króna.

Enginn arður er greiddur.

Fjárfestingar ársins voru um 865 milljónum króna.

Launakostnaður var um 1,5 milljarður króna og ársverkin voru 100.

Veiðiheimildir voru um síðustu áramót um 2/3 af bókfærðum eignum og eru þær færðar á 10 milljarða króna. Úthlutaðar veiðiheimildir 1. septeber 2022 í aflamarkskerfinu voru 2.821 þíg og 1.337 þíg í krókaaflamarkskerfinu.

Þrír hluthafa voru í félaginu um síðustu áramót. F84 ehf átti 75% hlutafjár, Flosason ehf 15% og Guatemala ehf átti 10%.

Stjórnarformaður er Björg Hildur Daðadóttir og aðrir stjórnarmenn Jakob Valgeir Flosason og Brynjólfur Flosason. Framkvæmdastjóri er Jakob Valgeir Flosason.

DEILA