Ísafjarðarhöfn: 6% almenn gjaldskrárhækkun

Frá Ísafjarðarhöfn á sjómannadaginn. Mynd: verkvest.is.

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá hafnarinnar hækki um 6% , þó að undanskildum þeim liðum sem fylgja launaþróun, þar verði hækkunin 8%.

Lagt er til að taka upp í gjaldskrá afbókunargjald fyrir skemmtiferðaskip, rafmagnstenglagjald fyrir 250 A og gjöld fyrir uppsetningu og leigu á landgangi.

Fellt verður út gjald fyrir geymsluport á Suðurtanga sem lagt hefur verið niður og leigugjald fyrir kranalykil sem hefur verið ónotað um árabil.

Gjaldskrártillagan hefur ekki verið birt en ofangreindar upplýsingar koma fram í fundargerð hafnarstjórnar.

DEILA