Ísafjarðarbær: afkoma bæjarsjóðs versnar um 19,2 m.kr.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt til afgreiðslu bæjarstjórnar viðauka við fjárhagsáætlun ársins varðandi verðbólgu og aukin umsvif. Niðurstaða breytinganna er að afkoma bæjarsjóðs versnar um 19,2 m.kr. og verður rekstrarafgangur 60 m.kr. Afkoma bæjarsjóðs og stofnana hans mun hins vegar batna um 66,5 m.kr. og verður rekstrarafgangur 300 m.kr. einkum vegna aukinna tekna hafnarsjóðs um 130 m.kr.

Helstu breytingar eru að tekjur af staðgreiðslu útsvars hækka um 60 m.kr. , kostnaður af snjómokstri lækkar um 20 m.kr., gatnagerðargjöld hækka um 23 m.kr. og verðbótagjöld Eignasjóðs hækka um 60 m.kr.

DEILA