Gervigreind fyrir byggðaþróun?

Blábankinn á Þingeyri.

Er hægt að nota gervigreind til aðstoðar við byggðaþróun? Hvaða möguleika býður gervigreindin uppá fyrir byggðaþróun? Þetta viðfangsefni er til umfjöllunar á vinnustofum Startup Westfjords hjá Blábankanum. Viðburðurinn fer fram 28. nóvember til 1. desember og frekari upplýsingar og umsóknarform má nálgast hér: https://www.blabankinn.is/verkefni?fbclid=IwAR3CiAbnZt8cbNjVrFmO1nzCKvX3qcWejWGb567IWGpyMLOz9GioJIG3FQg

Undanfarin ár hafa vinnustofur með nafninu Startup Westfjords verið haldnar í Blábankanum á Þingeyri. Þemað þetta árið er gervigreind og ætlunin er að þátttakendur geti kannað í sameiningu hvort hægt sé að nýta gervigreind til að auðvelda starf sveitastjórnarfólks og allra þeirra er koma að byggðaþróun í sveitarfélögum. Fjórir leiðbeinendur hafa staðfest komu sína á viðburðinn og eru þeir kynntir á föstudögum á samfélagsmiðlum Blábankans. Nú þegar hefur einn verið kynntur en það er prófessor Grammenos Mastrojeni. Dr Mastrojeni starfar sem diplómat og hefur unnið að ýmsum umhverfismálum á alþjóðavísu er varða sjálfbæra þróun. Hinir þrír leiðbeinendurnir eru allir sérfræðingar á sínum sviðum og munu án efa gefa verðmæta innsýn í þema vinnustofu Startup Westfjords.

Áhugasömum um viðburðinn er bent á að hafa samband við Gunnar Blábankastjóra á info@blabankinn.is fyrir allar frekari upplýsingar.

DEILA