Fjórðungsþing: vilja gjald í jarðgöng

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri í Tálknafirði í ræðustól á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í morgun.

Fyrir Fjórðungsþingi Vestfirðings, sem hófst í morgun liggur tillaga frá fulltrúum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar um gjald í jarðgöng. Þar er lagt til að gjaldtaka í jarðgöngum „skuli leyfð til að tryggja fjármögnun framkvæmda í nýjum göngum til að flýta fyrir gerð þeirra og kosti viðhald þeirra í framtíðinni. Brýn nauðsyn er að flýta sem mest framkvæmdum við jarðgöng á Vestfjörðum og slík gjaldtaka gæti flýtt fyrir ákvörðun um slíkar framkvæmdir.“

Í greinargerð segir að Samstarfsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps hafi sammælst um að gjaldtaka skuli vera heimil til að tryggja fjármögnum í nýjum göngum.


Á 65. Fjórðungsþingi var ályktað um að gjaldtöku í jarðgöngum verði mótmælt, því er um breytingu á fyrri ályktun

DEILA