Fjarvera þingmanna hörmuð

Frá Fjórðungsþingi á Ísafirði vorið 2022. Mynd: aðsend.

Fyrir Fjórðungsþingi, sem hefst á morgun liggur tillaga frá sveitarstjórn Strandabyggðar þar sem hörmuð er sú „staðreynd að vegna fjarveru vel flestra þingmanna var ekki hægt að halda þingmannafund í kjördæmaviku, daginn fyrir helsta viðburð stjórnsýslunnar á Vestfjörðum; Fjórðungsþing.“

Í greinargerð með tillögunni segir :

„Fjórðungsþing er sá vettvangur þar sem saman koma á einum stað, einu sinni á ári, lang flestir fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum. Þarna eru kjörnir fulltrúar, framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, starfsmenn þeirra og nefndarmenn. Þarna fer fram á hverjum tíma sú umræða sem tekur á helstu álitamálum, helstu og mikilvægustu hagsmunamálum fjórðungsins og þarna á sér stað mikilvæg grasrótarumræða. Það er því sérlega slæmt fyrir eðlileg samskipti og hagsmunaumræðu þingmanna, sem jú eru fulltrúar kjósenda kjördæmisins og þeirra sem vinna við að efla hag sveitarfélaganna, að aflýsa þurfi þingmannafundi vegna fjarveru þingmanna.
Fjórðungsþing skorar á þingmenn að hugleiða þessa stöðu og tengsl sín við grasrótina og stjórnsýslu Vestfjarða.“

DEILA