Bolungavík: fjölgað um 29 íbúa

Bolungavíkurhöfn í maí 2023. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Íbúum í Bolungavík voru 1.018 um síðustu mánaðamót. Hefur þeim fjölgað um 29 frá 1.desember 2022 eða um 2,9%. Í Ísafjarðarbæ hefur fjölgað um 28 manns á sama tíma og um 11 manns í Vesturbyggð.

Ísafjarðarbær er langfjölmennasta sveitarfélagið með 3.900 íbúa. Vesturbyggð kemur næst með 1.185 íbúa og í Bolungavíkurkaupstað eru 1.018 manns.

Í Reykhólahreppi hefur fjölgað um 9 manns sem jafngildir 3,7% fjölgun og Strandabyggð hefur einnig orðið fjölgun. Þar voru 435 íbúar um síðustu mánaðamót og hefur þeim fjölgað um 7 frá 1. desember sl.

Fækkun hefur orðið í þremur sveitarfélögum, Kaldrananesi, Súðavík og Tálknafirði.

DEILA