Bjarni Jónsson alm. hefur uppfært hagsmunaskráningu sína á vef Alþingis. Undir liðnum launað starf eða verkefni stendur nú „árleg útikennsla fyrir börn í Garðabæ um lífríki Vífilsstaðavatns, rannsóknir ám og vötnum, á undanförnum árum Miðfjarðará, Víðidalsá og Hofsá, auk einstakra tilfallandi smærri verkefna.“
en áður stóð : engin.
Bæjarins besta upplýsti 26. september sl. að Bjarni hefði undanfarin 4 ár aðstoðað veiðiréttarhafa í Ísafjarðará við uppbyggingu á laxastofninum i ánni. Bjarni var inntur eftir því hvort hann ynni fyrir fleiri veiðiréttarhafa og spurt sérstaklega um Hofsá og Miðfjarðará. Engin svör hafa borist frá Bjarna Jónssyni þrátt fyrir ítrekun.
Hagsmunaskráning Bjarna Jónssonar á vef Alþingis var breytt sama dag, 26.september og er frétt Bæjarins besta staðfest varðandi Miðfjarðará og Hofsá. Til viðbótar er upplýst að hann hefur einnig unnið fyrir veiðiréttarhafa í Víðidalsá.
Athyglisvert er að Ísafjarðarár er ekki getið í hagsmunaskráningunni en Bæjarins besta hefur það staðfest að Bjarni hafi aðstoðað veiðiréttarhafa þar undanfarin 4 ár við uppbyggingu á laxastofnunum.