Árneshreppur tengdur ljósleiðara

Í tillögu til  um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 kemur m.a. fram að meginmarkmið í fjarskiptum verði að tengja byggðir landsins og að innviðir og þjónusta mæti þörfum almennings og atvinnulífs m.a. með almennu aðgengi að ljósleiðara- og háhraðafarneti. Ísland verði gígabitaland.

Árneshreppur var síðasta sveitarfélagið sem hlaut styrk frá fjarskiptasjóði á grundvelli átaksverkefnisins Ísland ljóstengt.

Uppbygging á samfelldu ljósleiðaraneti hefur staðið yfir í hreppnum síðastliðin þrjú sumur samhliða lagningu á raforku-jarðstrengjum í stað loftlína. Jarðvinnuverktakar eru þessa dagana að ljúka við að leggja síðustu metrana.

Þessi mikla uppfærsla á fjarskiptainnviðum, sem sveitarfélagið og fasteignaeigendur greiða fyrir auk stuðnings frá fjarskiptasjóði, hefur þegar gjörbreytt skilyrðum til búsetu, atvinnu og náms í þessu fámenna samfélagi.

DEILA