Arctic circle hófst í gær

Guðmundur Fertram á sviðinu í gær ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrv. forseta Íslands.

Ráðstefnan Arctic circle, Hringborð norðursins hófst í gær og stendur fram á laugardagskvöld. Þar verða yfir 200 málstofur með um 700 ræðumönnum.

Í gær kynnti Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri, Kerecis ásamt Kristian Villumsen forstjóra, Coloplast A/S, hina sögulegu sölu á fyrsta sjávarlíftækni einhyrning Norðurslóða, Kerecis, viðskipti upp á um 180 milljarða króna á ísfirsku fyrirtæki.

Á laugardaginn, á lokakvöldi þingsins munu fimm vestfirsk fyrirtæki – Hraðfrystihúsið Gunnvör, Háafell, Arctic Fish, Klofningur og Kerecis – bjóða öllum þátttakendum til kvöldfagnaðar með sérstöku Ísafjarðar þema á Norðurbryggju Hörpu, þar sem Mugison og Helgi Björns munu leika fyrir gesti fram eftir kvöldi.

DEILA