Þorskafjarðarbrúin á undan áætlun

Frá framkvæmdum við þverun Þorskafjarðar. Mynd: Vignir Bjarni Guðmundsson.

Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun.

Verkið hefur gengið framar vonum og er á undan áætlun og í gær hóf klæðningarflokkur Borgarverks að leggja bundið slitlag að brúnni. Byrjað var á kaflanum að austanverðu. Þetta kom fram í fréttum stöðvar 2.

Áætlanir gerðu ráð fyrir að brúin yrði opnuð umferð þann 1. júlí á næsta ári. Við blasir að verktakinn verði búinn löngu fyrr.

Brúin sjálf er 260 metra löng en vegtengingar sem fylgja brúnni eru samtals 2,7 kílómetrar.

DEILA