Þann 1. september sl. var gengið frá nýjum samningi við Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses. um að Snerpa muni koma upp og sjá um allar nettengingar í stúdentagörðunum.
Samningurinn er með þeim hætti að stúdentar frá aðgang að FSNET, sem er rekið af Menntamálastofnun og verða því á pari með stúdentum á SV-horninu um aðgang að Internetinu. Snerpa mun hinsvegar sjá um allan búnað og tengingar á milli aðgangsnets Snerpu og Háskólasetursins sem tengist síðan við FSNET.
Í vetur mun Snerpa síðan koma upp nýjum valkosti til nettenginga fyrir nemendur í Háskólasetrinu sem búa annars staðar en á Stúdentagörðum og geta þeir þá tengst inn á FSNET með sama hætti og þeir væru á stúdentagörðum á mun ódýrari nettengingum en ella.