Strandabyggð: sótt um framlengingu á sterkari Ströndum

Café Riis á Hólmavík.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að  sækj aum um framlengingu verkefnisins sterkari Strandir til eins árs og sveitarstjóra var falið að að koma þeirri beiðni á framfæri til Byggðastofnunar.

Í bókun sveitarstjórnar segir:

Byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir, sem er hluti af verkefninu Brothættar byggðir og unnið á vegum Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu í samvinnu við sveitarfélagið Strandabyggð, lýkur í lok árs. Víðast þar sem verkefnið hefur verið í gangi, hefur það verið framlengt um eitt ár, enda er um að ræða mikilvæga aðstoð frá ríkisvaldinu til sveitarfélaga sem eiga í vök að verjast og standa höllum fæti vegna fólksfækkunar eða breytinga á aldurssamsetningu. Í Strandabyggð hefur verkefnið haft jákvæð áhrif á nýsköpun, atvinnulíf og mannlíf, eins og annars staðar þar sem það hefur verið í gangi.

Það var A listi minni hlutans sem bar tillöguna fram.

DEILA