Púkafréttir: Skjaldbakan í Patreksskóla

Mynd af stuttmyndahátíðinni okkar, Valda í Skjalda, frá því í vor. Mynd: Andrea Sif Sigurðardóttir

Við á unglingastigi í Patreksskóla ætlum að fagna barnamenningarhátíðinni með því að taka þátt í Skjaldbökunni. Skjaldbakan er stuttmyndagerðarverkefni þar sem nemendur taka upp heimildamyndir og verða sýndar í Skjaldborgarbíó á Skjaldborgarhátíðinni. Skjaldbakan er tækifæri fyrir börn til að kynnast kvikmyndargerð, sérstaklega heimildamyndagerð.

Í fyrra fékk miðstig Patreksskóla að taka þátt og var það í fyrsta skiptið sem verkefnið var unnið. Við fengum heimsókn frá fjórum konum: Karna Sigurðardóttir, Sigríður Regína Sigurþórsdóttir og Kamilla Gylfadóttir auk Kristínar Andreu Þórðardóttur og þær eru skipuleggjendur á Skjaldborgarhátíðinni og kvikmyndagerðarkonur. Við skiptum okkur 2-3 saman í hópa og allir hópar fengu myndavél og tóku upp í bænum. Sum myndbönd voru klippt og unnin til þess að geta sýnt þau í Skjaldborg.

Í ár fáum við heimsókn frá Körnu, Kristínu Andreu og Guðnýju Rós Þórhallsdóttur á mánudaginn 18. september og fáum við á unglingastigi að taka þátt í þessu verkefni. Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu og erum við vön að búa til stuttmyndir en við höldum okkar eigin stuttmyndahátíð sem er haldin í Skjaldborgarbíói, Valda í Skjalda.

Höfundar:

Íris Emma Sigurpálsdóttir

Natalía Kristín Þórarinsdóttir

Púkinn – barnamenningarhátíð á Vestfjörðum fer fram dagana 11.-22. september og af því tilefni skrifa börn um alla Vestfirði fréttir á vef Bæjarins besta á meðan á hátíðinni stendur.

DEILA