Ragnar Högni Guðmundsson verður forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar

Ragnar Högni Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf nú á haustdögum.

Ragnar er iðnmeistari í stálsmíði frá Tækniskólanum (Meistaraskólanum) í Reykjavík 2018, en öðlaðist sveinspróf í stálsmíði nokkru fyrr frá Menntaskólanum á Ísafirði 2013. Hann lauk jafnframt B stigi vélstjórnarnáms frá Menntaskólanum á Ísafirði 2011 og er með vinnuvélaréttindi.

Ragnar starfaði sem stálsmiður hjá 3X Technology á árunum 2011-2015 og í sama starfi hjá Stálnaust tímabilið frá 2015-2018. Hann starfaði sjálfstætt sem stálsmiður tímabilið 2018-2019 en gerðist svo vélvirki hjá Þrym ehf frá 2019 til 2022.

Undanfarið hefur Ragnar starfað á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar þar sem hann hefur m.a. annast viðhald og viðgerðir, snjótroðslu, umsjón verkstæðis og önnur störf.

Þá hefur Ragnar sinnt formennsku í Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði frá 2019, í svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 7 frá 2020 og í slysavarnardeildinni Hjálp í Bolungarvík frá 2021.

DEILA