Púkafréttir: Árleg gróðursetning Súðavíkurskóla

Allir nemendur Súðavíkurskóla (leik-, grunnskóla) fóru að gróðursetja birkiplöntur sem sótt er um til Yrkjusjóðs á hverju ári. Að þessu sinni fengum við 140 birkiplöntur.  Núna gróðursettum við ofan á skjólgarðinn við geymslusvæðið í Árdalnum, og að því loknu fórum við niður á tjaldsvæði og sáðum úr 5 kössum af birkifræjum í fláan fyrir neðan nýja bílaplanið þar. Fræjunum höfðu nemendur safnað saman í litla kassa síðast liðið haust og voru þeir geymdir í kæli í vetur. Verkið gekk vel og allir voru hæðst ánægðir með vel unnið verk.

Þessi vinna fer fram á hverju ári hjá nemendum skólans og er víða komin falleg gróðurvæði í þorpinu okkar.

Höfundar: Nemendur í Súðavíkurskóla

Púkinn – barnamenningarhátíð á Vestfjörðum fer fram dagana 11.-22. september og af því tilefni skrifa börn um alla Vestfirði fréttir á vef Bæjarins besta á meðan á hátíðinni stendur.

DEILA