Ný bók afhent forseta Íslands á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Patreksfirði

Mynd: F.v. Óskar Guðmundsson, Tønnes Svanes, Guðni Th. Jóhannesson og Jónatan Garðarsson.

Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Tønnes Svanes, sendifulltrúa Norska sendiráðsins, eintak af bókinni Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Patreksfirði í dag. Bókin fjallar um samskipti þjóðanna í skógarmálum, sérstaklega skiptiferðir norskra og íslenskra skógræktarmanna fyrr á árum og kemur hún út bæði á íslensku og norsku.

Dagskrá aðalfundarins má nálgast á vef Skógræktarfélagsins: https://www.skog.is/adalfundur-2023/

DEILA