Mikil aukning í atvinnuþátttöku kvenna

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var atvinnuþátttaka karla á aldrinum 15-74 ára 82,0% samkvæmt manntalinu 1981 en kvenna 60,9%.

Það var veruleg breyting frá manntalinu 1960 þegar atvinnuþátttakan var 36,2% og álíka mikil 1950 en 1950 var atvinnuþátttaka karla 94%.

Í manntölunum 2011 og 2021 hefur dregið mjög saman á milli kynjanna, bæði vegna hlutfallslega færri karla í starfi og aukinnar þátttöku kvenna.

Þannig eru nú 68 % kvenna þátttakendur í atvinnulífinu og 72% karla.

Körlum sem taka þátt í atvinnulífinu hefur þannig fækkað úr 94% í 72% á sjötíu árum.

DEILA