Föstudaginn 01.09.2023 kl. 16:00 mun Elzabeth Riendeau verja meistaraprófsritgerð sína í Haf- og strandsvæðastjórnun. Meistaraprófsvörnin er opin almenningi en er einnig aðgengileg á Zoom.
Ritgerðin ber titilinn „Setting Course for Sustainability: Evaluating the Social Carrying Capacity of Cruise Tourism in Ísafjörður, Iceland“
Leiðbeinandi verkefnisis er Dr. Anna Karlsdóttir, Nordregio og HÍ og prófdómari er Dr. Patrick Maher, Nipissing University, Kanada.
Útdráttur:
Mikil aukning skemmtiferðaskipaþjónustu um allan heim hefur valdið áhyggjum um hvort viðkomustaðir geti glímt við aukinn fjölda ferðamanna. Skemmtiferðaskipaþjónusta tengist þó nokkrum félags- og umhverfisáhrifum sem geta oft vakið spurningar um sjálfbærni starfseminnar. Þessi rannsókn beinist að Ísafirði, litlum bæ á Vestfjörðum með hratt auknu innflæði á skemmtiferðaskipa þjónustu. Með hlíðsjón af fyrri rannsókn á félagslegri sjálfbærni heimsókna skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar frá 2013 (O’Brien, 2014) kannar þessi lokaritgerð breytingar á viðhorfum íbúa gagnvart skemmtiferðaskipafarþegum á liðnu áratugi. Síðan þá voru aðrar rannsóknir gerðar, þó engar byggðar á aðferðum samfélagskönnunar eða að teknu tilliti til skilyrða ferðaþjónustu eftir-COVID-19. Þessi lokaritgerð reynir að skilgreina hve mikla skemmtiferðaskipaþjónustu er velkomin meðal íbúa og þeirra viðhorf og þolmörk gagnvart starfseminni. Enn fremur kannar þessi lokaritgerð viðhorf ráðandi hagsmunaaðila og sérfræðinga til að skilja hvernig þau gætu verið andstæð viðhorfum íbúa. Samfélagskönnun var notuð til að mæla þol íbúa, en viðtöl við helstu hagsmunaaðila voru fimm. Niðurstöður sýna að skemmtiferðaskipaiðnaðurinn á Ísafirði hefur náð þolmörkum og íbúar eru á móti frekari aukningu. Engu að síður reyndist stuðningur við óbreytt ástand skiptari og margir íbúar reyndust umburðarlyndir gagnvart núverandi fjölda ferðamanna. Byggt á þessum niðurstöðum, er mælt með að setja mörk á farþegafjölda skemmtiferðaskipa og tryggja um leið að nýjar takmarkanir séu tilkynntar af aðilum á staðnum.