Ísafjörður: Menntaskólinn fær 5 m.kr. vegna FabLab

Menntaskólinn á Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt fjárveitingu til Menntaskólans á Ísafirði að fjárhæð 4.932.000 kr. vegna reksturs FabLab fyrir síðasta ár. Skólar sveitarfélagsins hafa verið að nýta sér smiðjuna í kennslu, og hefur kostnaður vegna þessa fallið á Menntaskólann. Samningurinn sem gerður var er hins vegar runninn úr gildi og láðist að endurnýja hann.

Ekki kemur til þess að þessu auknu útgjöld raski fjárhagsáætlun ársins þar sem bæjarsjóður fékk á dögunum endurgreiddan lögfræðikostnað sinn vegna málareksturs fyrir Óbyggðanefnd og var sú fjárhæð eilitið hærri en nú er varið til M.Í.

Fjárveitingin gengur nú til bæjarstjórnar til samþykktar og verður afgreidd á næsta bæjarstjórnarfundi.

DEILA