Ísafjarðará: veiddur lax talinn eldislax

Síðastliðinn sunnudag veiddi Sigurgísli Ingimarsson lax í Ísafjarðará í Ísafjarðardjúpi sem hann telur vera eldislax. Laxinum hefur verið komið til Hafrannsóknarstofnunar til frekari greiningar. Sigurgísli hefur komið að Ísafjarðará s.l. 20 ár þar af sem leigutaki s.l. 5 ár og þetta er í fyrsta skipti sem hann telur sig hafa veitt þar eldislax.

Á síðasta ári veiddust 24 laxar í Ísafjarðará og meðalveiðin frá 1985 til 2022 eru 25 laxar.

Myndir: Sigurgísli Ingimarsson.

DEILA