Ísafjarðará: norskir kafarar leita að eldislaxi

Ísafjarðará. Mynd: veiðistaðavefurinn.

Í gær veiddust 2 laxar í Ísafjarðará, sem veiðimaðurinn, Sigurgísli Ingimarsson, telur að séu eldislaxar. Farið var með þá í dag til Hafrannsóknarstofnunar til greiningar. Segir hann að þá hafi veiðst 6 slíkir í ánni.

Að sögn Sigurgísla eru norskir kafarar við veiðar á laxi í Ísafjarðará í dag. Eru þeir á vegum Fiskistofu. Guðni Magnús Eiríksson, deildarstjóri hjá Fiskistofu segir að rekköfun verði reynd við Ísafjarðardjúp þessa vikuna. Farið verður í Ísafjarðará, Laugardalsá, Langadalsá og Hvannadalsá.

Í framhaldinu verður farið í einhverjar ár í Húnavatnssýslu og svo í Dölunum segir Guðni.

DEILA