
Frítt verður að æfa handbolta hjá Herði á Ísafirði í vetur og allir velkomnir. Styrktaraðilar félagsins hafa sýnt þann velvilja að gera félaginu það kleyft.
Æfingatöflu má nálgast á https://www.facebook.com/hordur.isafjordur.
Ungverjinn Endre Koi mun þjálfa 4., 5. og 6. fl. karla. Anton Freyr Traustason mun jafnframt vera aðstoðarþjálfari í 4. fl. karla. Pálína Ingibjörg Blöndal Jónmundsdóttir og Magðalena Jónasdóttir munu þjálfa kvennaflokka félagsins í vetur og yngstu iðkendurnir í 8. fl. verða undir umsjón nafnanna Axels Sveinssonar og Axels Vilja Bragasonar.
Mikil fjölgun hefur átt sér stað í yngri flokkum og verður félagið með lið í Íslandsmóti í 7 flokkum í vetur. Sérstaklega ánægjulegt að sjá þá fjölgun sem er að eiga sér stað í kvennaflokkum félagsins segir í tilkynningu félagsins um vetrarstarfið.