Gránar í fjöll

Haustveðrið er komið og Vestfirðingar farnir að sjá að gráni í fjöll. Í gær mátti sjá fyrstu vetrarmerkin í Bolungavík. Þegar horft var að kirkjustaðnum Hóli og fram til Skálavíkurheiðar leyndi sér ekki að sumarið er á förum.

Haustið býr yfir sínum töfrum og haustlitirnir í náttúrunni eru einstakir. Í Hestfjarðarbotni eru mikill gróður og í vikunni voru litbrigðin tilkomumikil.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA