Þann 18. febrúar 2005 frumsýndi Kómedíleikhúsið leikritið Gísli Súrsson.
Fáir höfðu trú á verkefninu hvað þá að hægt væri að gera einleik uppúr svo mannmargri og flókinni Íslendingasögu. „En einmitt þegar við heyrum að eitthvað sé ekki hægt þá gerum við það. Svona er hin vestfirska þrjóska“ segir Elvar Logi Hannesson.
Og þann 26. ágúst 2023 var sýning númer 369. Var það jafnframt lokasýning á Gísla Súra.
Kómedíuleikhúsið þakkar öllum þeim er séð hafa okkar Gísla sem eru við vitum ekki hve mörg þúsund áhorfendur allavega vel yfir tuttugu þúsund manns líklega fleiri.
Já, stundum borgar sig að vera einsog kötturinn fara sína eigin leið og hafa trú á sinni för.