Getur munað allt að 100 þúsund krónum á ári að velja ódýrasta bensínið

Í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóri íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í fréttatíma á Rás 2 í morgun kom fram að það getur munað allt að 100 þúsund krónum á ári að velja ódýrasta bensínið.

,,Við sjáum að munurinn er orðinn svo mikill á milli þeirra sem bjóða ódýrasta eldsneytið og þar sem það er dýrast. Í sumum landshlutum er einungis dýrasta eldsneytið í boði.

Við sem neytendur hér á höfuðborgarsvæðinu höfuð mesta valið. Þegar við förum að horfa á þessar tölur þá getur munað fyrir venjulega bílafjölskyldu að reka bílinn frá 60 til 100 þúsund krónum yfir árið. Hvort tekið er eldsneyti þar sem það er dýrast eða þar sem það er ódýrast. Það þarf að afla sér tekna vel á annað hundrað þúsund króna til að hafa fyrir þeirri upphæð,“ sagði Runólfur Ólafsson.

Runólfur bendir ennfremur á að eldsneytisverð hafi fyrst lækkað með til komu Atlantsolíu og síðar Costco. Runólfur hvetur neytendur til að skoða verðin og velja það ódýrasta sem býðst hverju sinni.

DEILA