Fyrsti hópur nemenda flytur inn á stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða

Processed with VSCO with fa1 preset

Það voru glaðir háskólanemar sem flutti inn á stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða í gær.

Um er að ræða annað húsið af tveimur sem hefur nú verið tekið í notkun en hitt húsið er ennþá í byggingu og stefnt er að því að það verði tilbúið í haust.

Formleg opnun stúdentagarða verður tilkynnt síðar.

Húsnæðið sem nemendur fluttu inn í er ekki alveg fullklárað. Herbergi nemenda eru tilbúin en einhver frágangur er eftir á sameiginlegu rými. Smiðir eru ennþá á staðnum og verða í nokkra daga til viðbótar að leggja lokahönd á verkið.

„Það er skárra að byrja en að bíða eftir fullkomnun“ – segir Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða sem var á hlaupum við að aðstoða nemendur við að flytja og koma sér fyrir ásamt öðru starfsfólki Háskólaseturs Vestfjarða.

DEILA