Fundur kjaramál eldri borgara

Nú er komið að Félagi eldri borgara Ísafirði að halda fund um kjaramál!

Félagið heldur kjaramálaráðstefnu í Nausti á Ísafirði fimmtudag 28. september kl. 14.00.

Eins og var á fundinum á Akureyri síðasta miðvikudag kemur Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB og skýrir hvað lá til grundvallar stefnumörkunar LEB í kjaramálum sem unnin var í víðu samráði með aðildarfélögum LEB fyrr á árinu.

Einnig flytur Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verk Vest ávarp. Fundarstjóri verður Jens Kristmannsson.

Síðan heldur Landsamband eldri borgar málþing um kjaramálastefnuna í Reykjavík mánudag 2. október kl. 13.00 – 16.00 sem verður streymt á vefsíðu LEB svo allir geti fylgst með hvar sem þeir búa.

DEILA