Flugdrekasmiðja í Edinborgarhúsinu

Fimmtudaginn 21. september verður flugdrekasmiðja og flugdrekahlaup í Edinborgarhúsinu og er það liður í Barnamenningarhátiðinn Púkinn

Krakkarnir fræðast um sögu og hefðir sem tengjast flugdrekum og drekahlaupum, smíða sinn ieign flugdreka með aðstoð kennara og fylgdarmanns og láta drekana fljúga ef veður leyfir.

Börn sem eiga uppruna í öðru landi þar sem hefð er fyrir drekahátíðum af ýmsum toga er sérstaklega hvött til þátttöku.

Kennari í smiðjunni er Pétur Guðmundsson myndlistarmaður auk aðstoðarmanneskju. Lengd námskeiðsins eru 3 tímar auk drekahlaupsins sem er valfrjálst að lokinni smiðjunni.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst galleryoutvert@gmail.com og gefa upp nafn, aldur, símanúmer og nafn fullorðins fylgdarmanns. Ef um systkini er að ræða dugar einn fylgdar-/aðstoðarmaður fyrir tvo. Hámarksfjöldi barna eru 20. Smiðjan er ókeypis og allt efni verður á staðnum.

DEILA