Fjárlagafrumvarpið: vilja selja þrjár húseignir á Vestfjörðum

Sundstræti 28 Ísafirði.

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2024 er óskað eftir því að Alþingi samþykki heimild til fjármálaráðherra til þess að selja þrjár húseignir á Vestfjörðum.

Í fyrsta lagi að selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Miðstræti 19 í Bolungarvík. En þar var áður fyrr íbúðarhúsnæði bæjarfógeta Bolungavíkur.

Í öðru lagi að selja húsnæði við Brjánslæk í Vesturbyggð. Og loks að selja Sundstræti 28 á Ísafirði. En það húsnæði hefur verið leigt til kennara við Menntaskólann á Ísafirði.

Uppfært kl 22:42. Menntaskólinn sagði upp leigusamningnum á síðasta ári og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er nú með það á leigu.

heimilt að þiggja gjafir

Þá er lagt til að fjármálaráðherra verði heimilt að þiggja að gjöf fyrir hönd ríkisins fasteignir á Litlabæ í Skötufirði og Hraunskirkju í Keldudal til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.

Í nóvember 2020 var frétt á Bæjarins besta um Hraunskirkju í Keldudal í Dýrafirði þar sem fram kom að ríkið væri orðinn þinglýstur eigandi samkvæmt yfirýsingu frá maí sama ár.

Hraun í Keldudal.

DEILA