Bolungavíkurhöfn: landaður lax meiri en bolfiskaflinn í ágúst

Bolungavíkurhöfn, Novatrans við brjótinn með lax til slátrunar. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þau tímamót urðu í Bolungavíkurhöfn í ágúst að meira var landað af eldislaxi en af bolfiski. Alls komu 1.356 tonn af eldislaxi til löndunar í sláturhús Arctic Fish í mánuðinum en bolfiskaflinn reyndist vera 1300 tonn. Samtals var því landað 2.656 tonnum af fiski í Bolungavíkurhöfn.

Togarinn Sirrý ÍS fór aðeins 3 veiðiferðir í mánuðinum og landaði samtals167 tonnum. Þorlákur ÍS var á dragnótaveiðum og landaði 386 tonnum eftir 21 veiðiferð. Ásdís ÍS var sömuleiðis á dragnót og var með 275 tonn eftir 18 veiðiferðir.

Af línubátum var Fríða Dagmar ÍS með 183 tonna afla eftir 18 veiðiferðir og Jónína Brynja ÍS 155 tonn í 17 veiðiferðum.

Sjóstangveiðibátar lönduðu 26,4 tonnum.

DEILA