Bolungavík: miklar malbikunarframkvæmdir

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Malbikun Norðurlands er þessa daga að malbika í Bolungavík. Að mestu er lokið malbikun við Fiskvinnslu Jakobs Valgeirs ehf. Að sögn Guðbjarts Flosasonar, framleiðslustjóra voru um 4.500 fermetrar malbikaðir við fyrirtækið og gjörbreytir það aðstöðunni.

Þá verður malbikað fyrir Arctic Fish á Brimbrjótunum við nýja sláturhúsið.

Golfklúbbur Bolungavíkur nýtur góðs af malbikunarátakinu. Malbikun Norðurlands gefur malbikun við nýja golfskálann í Syðridal og Guðbjartur taldi að það hefði verið rúmir 200 fermetra svæði sem var malbikað.

DEILA