Allir eiga að greiða fyrir notkun á vega­kerfinu

Sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga 2024 sem kynnt var á fréttamannafundi í morg­un er gert er ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum. Inn­leitt verður nýtt tekju­öflunar­kerfi í tveimur á­föngum.

Fjár­mála­ráð­herra gat þess í kynningu frumvarpsins að gefið hafi verið of mikið eftir af heildar­tekjum vegna raf­bíla.

Fjármálaráðherra sagði ennfremur að í gildi hafa verið fram að þessu í­vilnanir fyrir um­hverfis­væna bíla og við höfum séð orku­skiptin eiga sér stað, sér­stak­lega fyrir heimilin í landinu og mörg fyrir­tæki.

Fjármálaráðherra taldi þesar í­vilnanir skyn­sam­legar til þess að fá breytinguna af stað en aug­ljóst er að þegar upp er staðið þá verða allir að greiða fyrir þátt­töku eða fyrir notkun á vega­kerfinu.

Stíga á á­kveðin skref á næsta ári þar sem raf­bílar munu fara að greiða fyrir notkun á vega­kerfinu.

Í fjár­laga­frum­varpinu kemur fram að nýju heildar­kerfi fyrir skatt­lagningu á öku­tæki og elds­neyti sé ætlað að auka tekjur ríkis­sjóðs um 7,5 milljarða árið 2024.

DEILA