Vinnudvöl ungmenna í Kanada

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem stödd er í Winnipeg í Kanada í tilefni af Íslendingadeginum í Manitoba, undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands

Samkomulag milli Íslands og Kanada um vinnudvöl ungmenna (e. Youth Mobility) á aldrinum 18 til 30 ára var undirritað í síðustu viku.

Samningurinn kveður á um að ungmenni á þessum aldri geti ferðast og starfað í Kanada í allt að 12 mánuði, með möguleika á að framlengja dvölina um 12 mánuði.

Gert er ráð fyrir því að samningurinn verði innleiddur árið 2024, þegar að allar kröfur hafa verið uppfylltar.

Samningurinn gerir ráð fyrir að 120 ungmennum frá hvoru landi fyrir sig verði gert kleift að dvelja og starfa í Kanada eða á Íslandi í allt að 24 mánuði.

Samningurinn verður þriðji vinnudvalarsamningurinn sem íslensk ungmenni geta nýtt sér, en þegar eru í gildi slíkir samningar við Bretland og Japan.

DEILA