Viðmiðunarverð á þorski og ýsu lækkar

Páll Pálsson ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á fundi hags­muna­sam­taka sjó­manna og út­vegs­manna nú í byrjun ágúst var ákveðið að lækka viðmiðun­ar­verð á slægðum þorski um 6,1% og óslægðum um 4,3%.

Einnig lækkað viðmiðun­ar­verð fyr­ir slægða ýsu um 4,4% og um 10% fyr­ir óslægða ýsu.

Eng­in breyt­ing var gerð á viðmiðun­ar­verði ufsa eða karfa.

Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 2. ágúst 2023. Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. laga nr. 13/1998.

DEILA