Vestri: Sigurð Gunnar Þorsteinsson snýr heim

Sigurður Þorsteinsson, Vestra.

Körfuknattleikdeild Vestra hefur samið við Sigurð Gunnar Þorsteinsson um að leika með liðinu á næsta ári. Hann vann Íslandsmeistaratitilinn með Tindastóli á síðasta tímabili. Þar áður hefur hann átt glæsilegan feril á Íslandi og sem atvinnumaður erlendis. Sigurður varð t.a.m. Íslandsmeistari með Keflavík, tvívegis Íslandsmeistari með Grindavík, bikarmeistari með Grindavík og svo þessi nýjasti Íslandsmeistara titill með Tindastóli. Hann hefur einnig leikið erlendis í Grikklandi og Svíþjóð. Til viðbótar við fyrrgreind lið þá hefur hann einnig spilað fyrir ÍR og Hött á Íslandi. Þá hefur Sigurður einnig leikið með landsliði Íslands.

Sigurður og fjölskyldan hans ætla að flytjast búferlum og hafa hug á að setjast að á Ísafirði um óákveðinn tíma. Í tilkynningu vestra segir að Sigurður verði mikilvægur reynslubolti fyrir okkar yngri leikmenn, „Það er von stjórnar að þetta geti orðið mikilvægur þáttur í að efla starf deildarinnar til skemmri og lengri tíma. Lögð er áfram áhersla á að leyfa uppöldum leikmönnum liðsins að mynda kjarna liðsins og er það því ánægjulegt að fá svona brottfluttan meistara og heimamann aftur heim.“

DEILA