Suðureyri: tveir umsækjendur um sömu lóðina

Húsgrunnur í vor á vegum Nostalgíu við Aðalgötu á Suðureyri. Myndir: aðsendar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar frestaði því að úthluta lóðunum Stefnisgötu 6 og 8 og Smiðjustíg 2 þar sem tveir umsækjendur eru um Stefnisgötu 6. Var starfsmanni falið að ræða við umsækjendur.

Nostalgía ehf þar sem Elías Guðmundsson er framkvæmdastjóri sækir um Stefnisgötu 6 og Stefnisgötu 8 undir atvinnuhúsnæði.

Mýrartún ehf í Kópavogi , þar sem Jón Ellert Lárusson er skráður eigandi sækir um Stefnisgötu 6 og Smiðjustíg 2 og vill  sameina lóðirnar. Sameinuð lóð yrði þá Smiðjustígur 2. Megin ástæða fyrir sameiningu lóðannar er sögð sú að skapa rými fyrir þjónustu/íbúðarbyggingu.

Samkvæmt ársreikningi Mýrartúns ehf var engin starfsemi í félaginu á síðasta ári. Nostalgía ehf stendur fyrir íbúðabyggingum á Suðureyri.

DEILA