Styrkir til tannréttinga nær þrefaldast

Frá undirritun samnings um tannréttingar í júlí 2023

Heilbrigðisráðherra hefur, með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar, nær þrefaldað styrki til almennra tannréttinga. Hækkunin tekur gildi 1. september næstkomandi. Styrkir til tannréttinga eru tvískiptir.

Styrkur til meðferðar í bæði efri og neðri góm hækkar úr 150.000 kr. Í 430.000 kr og styrkur vegna tannréttinga sem krefjast einungis meðferðar í efri eða neðri gómi hækkar úr 100.000 kr. í 290.000 kr.

Með samninghi sem undirritaður var í lok júlí sköpuðust forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum.

Samningurinn tekur gildi á morgun 1. september, ásamt reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem kveður á um breytta greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna tannréttinga í samræmi við samninginn.

DEILA