Strandabyggð: 101 m.kr. í viðbót frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Hólmavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Vegna endurútreiknings framlaga Jöfnunarsjóðs í júní er hækkun framlagasjóðsins til Strandabyggðar nærri 101 .kr.
Framlag vegna fasteignaskatts hækkar um kr. 18.437.000, framlag vegna útgjaldajöfnunar hækkar um kr. 74.806.000, almennt grunnskólaframlag hækkar um kr. 6.521.000 og framlag v. farsældar barna hækkar um kr. 1.142.000.

Samtals er hækkun framlaga og hækkun rekstartekna um kr. 100.906.000.

Af þessu tilefni var samþykktur viðauki nr II við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem hækkar tekjur þess um þessa fjárhæð. Sveitarstjórnin samþykkti jafnfram hækkun tveggja útgjaldaliða. Annars vegar hækkun v. Sorpsamlags Strandasýslu, greiðsla á hlut Strandabyggðar v. taprekstrar áranna 2020-2022 kr. 7.413.976 og hins vegar jaup á færanlegum skólastofum ásamt áætluðum flutningskostnaði og tengigjöldum kr. 16.492.000 + 8.000.000. Samtals kr. 24.400.000.

Fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn, A listans bókuðu eftirfarandi þar sem m.a.a er gagnrýnd skortur á aðgengi að gögnum Sorpsamlagsins:

“Sveitarstjórnarmenn A-lista lýsa yfir ánægju með endurútreikning á framlögum Jöfnunarsjóðs til Strandabyggðar. Þegar tekjurnar hækka um kr. 100.906.000.- ætti að vera hægt að lækka skuldir eða álögur á íbúa sveitarfélagsins, sér í lagi í vegna þeirrar stöðu sem er nú í atvinnumálum. Það er óviðunandi að Strandabyggð sé til lengdar með hæstu útsvarsprósentu landsins, há fasteignagjöld og þungar álögur á barnafólk.


Með viðauka við fjárhagsáætlun er ekki lögð fram formleg beiðni stjórnar Sorpsamlags Strandasýslu um að sveitarfélögin sem eiga aðild að því greiði taprekstur síðustu þriggja ára. Tapið er ekki sundurliðað eftir árum, heldur einungis greint frá að hluti Strandabyggðar í heildartapinu 2020 til 2022 sé 7.413.976 kr. Aðgengi að aðalfundargerð, reikningum eða stjórnarfundargerðum eru ekki aðgengilegar á vefsvæði Sorpsamlagsins né heldur reglur um núverandi framkvæmd sorphirðu.”

DEILA