Reglur um hvaða fiskum á að sleppa

Í tilkynningu á vef Fiskistofu kemur fram fjölda fiskteg­unda má sleppa sem ber­ast sem meðafli annarra veiða og í sum­um til­vik­um er skylda að sleppa fisk­um við veiðar.

„Eft­ir­lits­menn Fiski­stofu munu  fljúga drón­um til eft­ir­lits í ág­úst og vilj­um við minna á að all­ar upp­tök­ur eru skoðaðar vel og fisk­ur sem fer fyr­ir borð er teg­und­ar­greind­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fiskistofa vil því biðja sjómenn og útgerðaraðila að kynna sér vel reglur og lög um stjórn fiskveiða.

Fram kemur í tilkynningunni að:

  • Óhætt er að sleppa hlýra og ef hann er lífvænlegur.
  • Skylt er sleppa beinhákarli, háfi og hámeri, ef lífvænleg.
  • Heimilt er að sleppa lífvænlegri tindaskötu.
  • Sleppa á grásleppu sem fæst í  þorskfiskanet.
  • Heimilt er að sleppa lífvænlegum rauðmaga við hrognkelsaveiðar.
  • Komi lúða um borð í veiðiskip sem meðafli á umsvifalaust að sleppa lífvænlegri lúðu.
  • Við línuveiðar skal sleppa allri lúðu með því að skera á taum línunnar.
  • Við handfæra- og sjóstangaveiðar á að losa lúðu varfærnislega af krókum eða skera á lykkju slóðans áður en lúða kemur um borð.
DEILA