Rafmagnsleysið: 12 þúsund lítrar af olíu

Viðgerð á Geiradalslínu tók skemmri tíma en áætlað var og var línan komin aftur í rekstur eftir tvo daga í stað þriggja. Í svari Landsnets fyrir fyrirspurn Bæjarins besta kemur fram að ekki eru komnar endanlegar notkunartölur, en gróft áætlað er gert ráð fyrir að notkun hafi verið um 12 þúsund lítrar af olíu.

Samkvæmt þessu hafa um 10 tonn af olíu verið brennd þessa tvo daga til þess að framleiða rafmagn á Vestfjörðum.

Miðað við upplýsingar á vef Loftslagsráðs má ætla að við brunann hafi orðið til um 30 tonn af koldíoxíði.

DEILA