Kristján Vigfús Jóhannesson fæddist að Hvammi í Dýrafirði þann 6. október 1922.
Foreldrar hans voru Jóhannes Andrésson, f. 25. júní 1894, d. 3. des. 1978, og Jóna Ágústa Sigurðardóttir, f. 1. jan. 1897, d. 9. jan. 1981.
Kristján var þriðja barn foreldra sinna.
Systkini hans voru:
Sigríður Magnúsína, f. 31. ágúst 1918, – d. 22. mars 1996,
Markúsína Andrea f. 6. júní 1921, – d. 1. október 2009
Árelía f. 20. nóvember 1923, – d. 31. mars 2014
Gunnar, f. 6. mars 1927, – d. 10. júní 2003
og Ingibjörg Elísabet, f. 14. júlí 1939, – d. 30. júní 2000.
Kristján kvæntist þann 13. nóvember 1945 Sigríði Ásgeirsdóttur, f. 17. maí 1921, d. 15. apríl 2000. Foreldrar hennar voru Ásgeir Kristjánsson og Rannveig Vilhjálmsdóttir frá Hnífsdal.
Kristján og Sigríður ólu upp tvo fóstursyni, þeir eru; Jóhannes Jónsson, f. 1944, kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur, f. 1947 og Ásgeir Magnússon, f. 1948, kvæntur Svanfríði Sigurðardóttur, f. 1950.
Kristján Vigfús Jóhannesson ólst upp hjá foreldrum sínum á Bessastöðum í Dýrafirði til átta ára aldurs að þau fluttu til Flateyrar.
Kristján fór á mótornámskeið hjá Fiskifélaginu árið 1943 og fékk réttindi á fimm hundruð hestafla vélar.
Kristján lauk einnig iðnnámi og árið 1963 fékk hann meistararéttindi í húsasmíði.
Kristján starfaði og bjó á Flateyri allan sinn starfsaldur, eða þar til hann flutti til Ísafjarðar árið 1993.
Kristján var vélstjóri á bátum á yngri árum og vann við húsasmíði þess á milli og síðustu árin var hann í trilluútgerð.
Kristján starfaði við sveitarstjórnarmál á Flateyri og hann var varamaður í hreppsnefnd Flateyrarhrepps árin 1960 til 1968, og sat sem aðalmaður í hreppsnefndinni árin 1968 til 1972.
Kristján var einnig formaður Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri um sex ára skeið á árunum 1963 til 1970.
Kristján Vigfús Jóhannesson lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Ísafjarðar þann 28. ágúst 2007.
Kristján var jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju þann 8. september 2007.
Kristján V. Jóhannesson við löndun eftir fengsælan handfæraróður á trillu sinni.
Frá 50 ára afmælishátíð Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri þann 8. október árið 1983 hvar haldin var í Hátíðarsal Hjálms hf. á Flateyri.
Við borðið fjær til vinstri. F.v.: Kristján J. Jóhannesson, Sólveig D. Kjartansdóttir, Kjartan Kristjánsson og Elín O. Kjartansdóttir. Við borðið nær. F.v.: Guðrún P. Guðnadóttir, Sörli Ágústsson, Bjarni Þ. Alexandersson, Kristján V. Jóhannesson og Aðalsteinn Vilbergsson. Á næsta borði má sjá. F.v: Önundur H. Pálsson, Þorsteinn Gíslason, Kristín Guðmundsdóttir og Ólafía Hagalínsdóttir.
Skráð: Menningar Bakki.