MERKIR ÍSLENDINGAR – JÓHANN BJARNASON

Jóhann Bjarnason fæddist á Suðureyri 19. október 1938. 

Foreldrar hans voru Bjarni Benedikt Bjarnason, f. á Kvíanesi í Súgandafirði 21. mars 1894, d. 11. nóvember 1982, og Matthildur Jónsdóttir, f. á Mölum í Bolungarvík 11. júní 1902, d. 30. janúar 1970.

Systkini hans eru:

Kristján Albert Bjarnason, f. 21. júní 1930 og Sigríður Bjarnadóttir, f. 28. desember 1934.

Jóhann kvæntist 25. desember 1959 Olgu Ásbergsdóttur, f. á Ísafirði 23. janúar 1937, d. 7. júlí 2004.

Börn Jóhanns og Olgu eru:

1) Kristín Björk, f. 20. ágúst 1959. 

2) Bjarni, f. 13. júlí 1963, .

3) Örvar Ásberg, f. 8. júní 1970.

Jóhann hóf ungur að vinna en að lokinni skólagöngu starfaði hann í frystihúsinu Ísveri á Suðureyri og við beitingu þar til að hann hóf sjómennsku árið 1956. Tveimur árum síðar stundaði Jóhann nám við Stýrimannaskólann á Ísafirði og eftir útskrift var hann stýrimaður á Friðberti Guðmundsyni ÍS 403, í tíu ár. Hann hætti til sjós 1971 og vann eftir það sem útiverkstjóri hjá Fiskiðjunni Freyju.

Árið 1995 stofnaði Jóhann eigin fiskverkun sem hann starfrækti til dauðadags. Jóhann var formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda á árunum 1972-1978 og stjórnarmaður 1993-2003, auk þess sem hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið.

Jóhann var í sveitarstjórn Suðureyrarhrepps 1982-1986 fyrir Alþýðuflokkinn og átti sæti í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar fyrir Samfylkinguna og Í-listann. Jóhann var virkur í starfi Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ og sat síðustu ár í stjórninni sem fulltrúi eldri borgara.

Jóhann var félagi í Lionsklúbbi Súgandafjarðar frá upphafi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið.

Jóhann var formaður Slysavarnafélagsins Bjargar á Suðureyri 1985-1997 og var sæmdur gullmerki Slysavarnafélags Íslands fyrir störf í þágu félagsins.

Jóhann Bjarnason lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þann 21. ágúst 2013.

Útför Jóhanns fór fram frá Suðureyrarkirkju 31. ágúst 2013.

Skráð: Menningar-Bakki

DEILA