OPNUN: Solander 250: A Letter From Iceland and Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy
19.08 – 09.09 2023
14:00 – 16:00
Laugardaginn 19. ágúst kl. 14 bjóðum við ykkur velkomin á opnun tveggja sýninga í sal Listasafns Ísafjarðar á annari hæð í Safnahúsinu Eyrartúni. Boðið verður upp á léttar veitingar. En þær eru Solander 250: Bréf frá Íslandi og Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy, sem unnar eru í samstarfi við sendiráð Svíþjóðar á Íslandi og félagið Íslenska grafík.
Sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi er sett upp til að minnast þess að 2022 eru 250 ár liðin frá fyrsta erlenda vísindaleiðangrinum til Íslands, 1772. Með í þeirri för var einn af lærisveinum hins heimsþekkta sænska náttúruvísindamanns Carl Linnaeus, sænski náttúrufræðingurinn Daniel Solander. Solander og félagar komu að landi í Hafnarfirði og ferðuðust til Bessastaða, Þingvalla, Geysis, Skálholts og klifu að lokum Heklu, áður en þeir héldu heim á leið. Þeir skrásettu m.a. ýmislegt um náttúru Íslands, menningu, siði og klæðaburð. Tíu íslenskir grafíklistamenn frá Íslenskri grafík túlka á sýningunni þessa atburði og þær breytingar sem hafa átt sér stað á landi og þjóð.
Samtímis verður sýningin Paradise Lost opnuð. Þar sýna 10 listamenn frá Kyrrahafssvæðinu, en Solander var í áhöfn HMS Endeavour í fyrstu ferð Evrópumanna til Ástralíu. Sýningin hefur áður verið sett upp á Nýja-Sjálandi, í Ástralíu og Svíþjóð. Sýningarnar tvær mynda því einstakt samtal Norðurskautsins og Kyrrahafsins í gegnum ferðir Daniel Solanders.
Þátttakendur / Participants
Solander 250: Bréf frá Íslandi: Anna Líndal, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Gíslína Dögg Bjarkadóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Iréne Jensen, Laura Valentino, Soffía Sæmundsdóttir, Valgerður Björnsdóttir og
Viktor Hannesson.
Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy: Sharnae Beardsley Dagmar Dyck, Tabatha Forbes, John McLean, Alexis Neal, Jo Ogier, Jenna Packer, John Pusateri, Lynn Taylor og Michel Tuffery
Aðgangur ókeypis
Listasafn Ísafjarðar hlýtur stuðning Ísafjarðarbæjar.