Látrabjarg: 42 m.kr. styrkur

Brú í byggingu yfir Staðará á Hornströndum

Í gær var tilkynnt um 908 m.kr. styrkveitingu úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða  og náttúruverndar á ferðamannastöðum á þessu ári. Það er Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem veitir styrkina að fenginni tillögu verkefnisstjórnar.

Nokkur verkefni á Vestfjörðum eru á listanum yfir styrki á þessu ári. Hæsti styrkurinn er til lagningar bílastæðis og hönnunar göngustíga á Látrabjargi 42 m.kr.

Í Vatnsfirði eru nokkur verkefni. Vatnssalerni við Þingmannakleifar, uppbygging göngustígs við Þingmannaá; viðhald gönguleiða og uppsetning skilta og hljóta þau kr. 27.294.568.

Þrjú verkefni í friðlandinu á Hornströndum fá styrk. Endurhleðsla á vörðum í Hælavík og Tunguheiði, bætt aðstaða á tjaldsvæðum fær 4.395.000 kr. í styrk. Brú yfir Staðará í Aðalvík 1.1 m.kr. og lagfæring á gönguleið í Kjaransvík 1 m.kr.

Loks fær móttökuskilti á Dröngum 900 þús kr. styrk.

DEILA